Stjórn Gígjunnar boða til aðalfundar laugardaginn 10. mars 2007. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Gígjunnar. Aðalfundurinn verður haldinn í Söngskólanum Domus Vox sem staðsettur er á 2. hæð á Laugarvegi 116 (ská á móti Hlemmi) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 14:45.Dagskrá aðalfundar
Formaður Gígjunnar Ásdís Helga mun fara yfir skýrslu síðasta starfsárs stjórnar Gígjunnar, reikningar verða skoðaðir og útskýrðir. Á fundinum þarf einnig að kjósa nýja fulltrúa í stjórn en að þessu sinni ganga þrír stjórnarmeðlimir úr stjórninni. Farið verður yfir lagabreytingar og eru aðilarkórar beðnir um að koma öllum tillögum að lagabreytingum og tillögum til stjórnarkjörs sem fyrst til stjórnar Gígjunnar. Lög Gígjunnar er að finna hér á vefsetrinu undir linknum Lög. Hægt er að senda tillögur á netfang ritara; heida68(hjá)simnet.is. Á fundinum verður einnig árgjald fyrir næsta starfsár ákveðið en það hefur verið það sama frá stofnun Gígjunar. Í lok aðalfundar verður farið yfir önnur mál og eru aðilarkórar kvattir til þess að koma með fyrirspurnir eða erindi inn á fundinn. Aðildarkórar eru hvattir til þess að senda stjórnir, raddformenn, formenn og stjórnendur sína á aðalfundinn en hverjum kór er heimilt að senda eins marga fulltrúa og honum lystir. Stefnumótun Gígjunnar er í höndum aðildarfélaga, aðalfundar og þeirra aðila sem kosnir eru til stjórnunar- og nefndastarfa, því er mjög mikilvægt að allir kórar sendi fulltrúa sína. Aðalfundurinn verður haldinn í Söngskólanum Domus Vox sem staðsettur er á 2. hæð á Laugarvegi 116 (ská á móti Hlemmi) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 14:45.
Formaður Gígjunnar Ásdís Helga mun fara yfir skýrslu síðasta starfsárs stjórnar Gígjunnar, reikningar verða skoðaðir og útskýrðir. Á fundinum þarf einnig að kjósa nýja fulltrúa í stjórn en að þessu sinni ganga þrír stjórnarmeðlimir úr stjórninni. Farið verður yfir lagabreytingar og eru aðilarkórar beðnir um að koma öllum tillögum að lagabreytingum og tillögum til stjórnarkjörs sem fyrst til stjórnar Gígjunnar. Lög Gígjunnar er að finna hér á vefsetrinu undir linknum Lög. Hægt er að senda tillögur á netfang ritara; heida68(hjá)simnet.is. Á fundinum verður einnig árgjald fyrir næsta starfsár ákveðið en það hefur verið það sama frá stofnun Gígjunar. Í lok aðalfundar verður farið yfir önnur mál og eru aðilarkórar kvattir til þess að koma með fyrirspurnir eða erindi inn á fundinn. Aðildarkórar eru hvattir til þess að senda stjórnir, raddformenn, formenn og stjórnendur sína á aðalfundinn en hverjum kór er heimilt að senda eins marga fulltrúa og honum lystir. Stefnumótun Gígjunnar er í höndum aðildarfélaga, aðalfundar og þeirra aðila sem kosnir eru til stjórnunar- og nefndastarfa, því er mjög mikilvægt að allir kórar sendi fulltrúa sína. Aðalfundurinn verður haldinn í Söngskólanum Domus Vox sem staðsettur er á 2. hæð á Laugarvegi 116 (ská á móti Hlemmi) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 14:45.