Gígjan, samband íslenskra kvennakóra, vill senda öllum aðildarkórum sínum svo og velunnurum kvennakóra og öllum söngfuglum landsins bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Um leið og við óskum ykkur blessunar og friðar á nýju ári þá þökkum við fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Megi næsta ár verða gott til handa kvennakórum landsins og megi starf ykkar allra vaxa og dafna með hækkandi sól. Gleðilega jólahátíð. Stjórn Gígjunnar.
Kvennakórinn Ymur á Akranesi heldur jólatónleika sína þriðjudaginn 12. desember kl. 20.00 í Akraneskirkju. Stjórnandi kórsins er Sigríður Elliðadóttir. Aðgangseyrir er kr. 1000.
Vox feminae var að gefa út nýjan disk. Diskurinn ber nafnið Ave Maria og er helgaður heilagri guðsmóður. Margrét J. Pálmadóttir er stjórnandi kórsins, Hanna Björk Guðjónsdóttir er einsöngvari og Antonía Hevesi leikur á orgel og Eydís Franzdóttir á óbó. Hljómdiskurinn er til sölu hjá kórfélögum og í Sönghúsinu Domus Vox Laugavegi 116, sími: 511 3737.Fréttatilkynning frá Kvennakórnum Vox feminae
Vox feminae gefur nú út sinn þriðja hljómdisk, Ave Maria, sem helgaður er heilagri guðsmóður. Nýi diskurinn geymir safn laga og ljóða sem samin hafa verið heilagri Maríu til dýrðar, ásamt fleiri kirkjulegum verkum. Vox feminae hefur frá upphafi starfað undir styrkri stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, sem hlotið hefur Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf sitt að öflugu kvenna- og stúlknakórastarfi. Þau 13 ár sem kórinn hefur starfað hafa Maríuljóðin ávallt fylgt honum á ferðum hans innanlands sem utan, m.a. í Rómarborg þar sem kórinn vann til silfurverðlauna fyrir þátttöku sína í VIII. alþjóðlegu kórakeppninni í kirkjulegri tónlist sem haldin var í Vatikaninu árið 2000 í nafni tónskáldsins Palestrina. Kórinn leggur jafnframt rækt við samtímatónlist og hafa tónskáldin John A. Speight og Bára Gímsdóttir samið fyrir hann falleg verk. Vox feminae kemur fram við margvísleg kirkjuleg sem veraldleg tækfæri hér heima og heldur fjölda tónleika á ári hverju. Einsöngvari með kórnum á diskinum er Hanna Björk Guðjónsdóttir, Antonía Hevesi leikur á orgel og Eydís Franzdóttir á óbó. Upptökur fóru fram í Hallgrímskirkju. Innihald disksins höfðar til þeirra fjölmörgu sem unna trúarlegum tónverkum og njóta þess að hlýða á þau í frábærum flutningi. 12 Tónar sjá um sölu og dreifingu á hljómdiskinum en einnig er hægt að kaupa hann í Sönghúsinu Domus Vox, Laugavegi 116, sími: 511 3737.
Vox feminae gefur nú út sinn þriðja hljómdisk, Ave Maria, sem helgaður er heilagri guðsmóður. Nýi diskurinn geymir safn laga og ljóða sem samin hafa verið heilagri Maríu til dýrðar, ásamt fleiri kirkjulegum verkum. Vox feminae hefur frá upphafi starfað undir styrkri stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, sem hlotið hefur Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf sitt að öflugu kvenna- og stúlknakórastarfi. Þau 13 ár sem kórinn hefur starfað hafa Maríuljóðin ávallt fylgt honum á ferðum hans innanlands sem utan, m.a. í Rómarborg þar sem kórinn vann til silfurverðlauna fyrir þátttöku sína í VIII. alþjóðlegu kórakeppninni í kirkjulegri tónlist sem haldin var í Vatikaninu árið 2000 í nafni tónskáldsins Palestrina. Kórinn leggur jafnframt rækt við samtímatónlist og hafa tónskáldin John A. Speight og Bára Gímsdóttir samið fyrir hann falleg verk. Vox feminae kemur fram við margvísleg kirkjuleg sem veraldleg tækfæri hér heima og heldur fjölda tónleika á ári hverju. Einsöngvari með kórnum á diskinum er Hanna Björk Guðjónsdóttir, Antonía Hevesi leikur á orgel og Eydís Franzdóttir á óbó. Upptökur fóru fram í Hallgrímskirkju. Innihald disksins höfðar til þeirra fjölmörgu sem unna trúarlegum tónverkum og njóta þess að hlýða á þau í frábærum flutningi. 12 Tónar sjá um sölu og dreifingu á hljómdiskinum en einnig er hægt að kaupa hann í Sönghúsinu Domus Vox, Laugavegi 116, sími: 511 3737.
Kyrjurnar hafa í nógu að snúast þessa dagana og eru spennandi dagar framundan hjá þeim. Kyrjurnar eru á sínu 10. starfsári og hafa því verið að koma oftar fram undanfarið en þær eru vanar. Kórinn var m.a. með tvenna tónleika fyrir stuttu ásamt Kyrjukórnum í Þorlákshöfn. Núna í desember syngur kórinn á laugaveginum bæði 2. og 9. milli klukkan 13 og 15. Þann 6. desember syngjur kórinn fyrir vistmenn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sunnudaginn 10. desember verða svo jólatónleikar kórsins í húsnæði söngskólans Hjartans mál kl.17 og það sama kvöld mun kórinn syngja við aðventumessu hjá Kvennakirkjunni í Grensákirkju kl. 20.30.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs