Föstudaginn 1. desember mun Kvennakórinn Ljósbrá ásamt Samkór Rangæinga, Karlakór Rangæinga og kór eldri borgara halda sína árlegu jólatónleika. Hver kór syngur þrjú lög og einnig munu allir kórarnir syngja nokkur lög saman. Í sameiginlega kórnum eru rúmlega 100 söngvarar og hefur samsöngurinn ávallt verið stórfenglegur. Við erum stolt af að hafa fengið til liðs við okkur hina velþekktu óperusöngkonu Elínu Ósk Óskarsdóttir sem mun syngja einsöng á tónleikunum. Einnig mun Elín Ósk syngja með í þeim lögum sem allir kórarnir syngja saman. Fyrir utan það að vera stórkostleg söngkona og kórstjóri er Elín Ósk einnig Rangæingur. Því erum við í Rangæsku kórunum einstaklega ánægð með það að fá Elínu til að syngja með okkur. Tónleikarnir verða haldnir á Laugalandi í Holtum kl. 20.30.
Kvennakór Akureyrar stendur fyrir tónleikum í Glerárkirkju sunnudaginn 26. nóvember kl. 16.00. Á efnisskránni verða jólalög og önnur þekkt lög sem eiga vel við á þessum árstíma. Þessir tónleikar eru sérstakir að því leiti að allur ágóði þeirra rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Akureyrarbæjar.Fréttatilkynning frá Kvennakór Akureyrar
Á sunnudag þann 26. nóvember verða haldnir tónleikar í Glerárkirkju til styrktar Mæðrarstyrksnefnd Akureyrar. Kvennakór Akureyrar heldur tónleikana ásamt Kór Akureyrarkirkju og Barnakórum Akureyrarkirkju. Á efnisskránni verða jólalög og önnur þekkt lög sem eiga vel við á þessum árstíma. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Í fyrra safnaðist vel og er það einlæg von kóranna að fólk sjái sér fært um að eiga notalega stund í Glerárkirkju og um leið að styrkja gott málefni. Stjórnendur kóranna eru Arnór Brynjar Vilbergsson og Eyþór Ingi Jónsson sem einnig leika undir ásamt Snorra Guðvarðssyni, Stefáni Gunnarssyni og Halla Gulla. Kynnir tónleikanna er Snorri Guðvarðsson. Verð aðgöngumiða er að lágmarki 1200 kr. fyrir fullorðna, ekkert gjald er fyrir börn, en frjáls framlög eru einnig vel þegin. Í lok tónleikanna verður afraksturinn óskiptur færður Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, því allt tónlistarfólkið gefur sína vinnu, auglýsendur auglýsa tónleikana ókeypis og Glerárkirkja gefur eftir leiguna. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.
Á sunnudag þann 26. nóvember verða haldnir tónleikar í Glerárkirkju til styrktar Mæðrarstyrksnefnd Akureyrar. Kvennakór Akureyrar heldur tónleikana ásamt Kór Akureyrarkirkju og Barnakórum Akureyrarkirkju. Á efnisskránni verða jólalög og önnur þekkt lög sem eiga vel við á þessum árstíma. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Í fyrra safnaðist vel og er það einlæg von kóranna að fólk sjái sér fært um að eiga notalega stund í Glerárkirkju og um leið að styrkja gott málefni. Stjórnendur kóranna eru Arnór Brynjar Vilbergsson og Eyþór Ingi Jónsson sem einnig leika undir ásamt Snorra Guðvarðssyni, Stefáni Gunnarssyni og Halla Gulla. Kynnir tónleikanna er Snorri Guðvarðsson. Verð aðgöngumiða er að lágmarki 1200 kr. fyrir fullorðna, ekkert gjald er fyrir börn, en frjáls framlög eru einnig vel þegin. Í lok tónleikanna verður afraksturinn óskiptur færður Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, því allt tónlistarfólkið gefur sína vinnu, auglýsendur auglýsa tónleikana ókeypis og Glerárkirkja gefur eftir leiguna. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.
Það er í mörg horn að líta hjá Kvennakórnum Seljunum í Reykjavík um þessar mundir. Kórinn starfar undir merkjum Kvennfélags Seljasóknar en strax á fyrsta starfsári Seljakirkju 1972 var Kvenfélag Seljasóknar stofnað. Voru þar áhugasamar og dugandi konur sem komu til starfa og félagið varð kröftugt og starfi safnaðarins til eflingar. Af margháttaðri starfsemi félagsins má nefna Seljurnar, kór kvenfélagsins. Kórinn sá um kvennfélagsfund hjá kvennfélaginu 7. nóvember með kaffisölu, söng og bingói. Seljurnar æfa nú fyrir aðventukvöld sem verður í Seljakirkju 3. desember kl. 20.00. Þær munu einnig koma fram á jólafundi kvennfélagsins sem haldinn verður 5. desember. Seljurnar munu gleðja fólk við jólainnkaupin þar sem þær ætla að syngja víðsvegar á Laugarveginum rétt fyrir jólin.
Fyrir löngu er komin hefð á árlega jólatónleika Kvennakórs Reykjavíkur í upphafi aðventu. Í þetta sinn brá kórinn hins vegar út af venjunni og hélt tónleika í nóvember undir yfirskriftinni Haust- tónar. Tónleikarnir voru haldnir í Grafarvogskirkju laugardaginn 18. nóvember. Efnisskráin var býsna fjölbreytt blanda af kirkjulegum verkum eftir gömlu meistarana eins og Mendelssohn, Vivaldi, Brahms, Schubert og Mozart ásamt nýrri verkum eftir Pablo Casals, Hovland, Busto og Huga Guðmundsson. Stjórnandi tónleikanna var Sigrún Þorgeirsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir lék með á píanó.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs