Freyjukórinn Í Borgarfirði skellti sér í hljóðver í sal FÍH með Vilhjálmi Guðjónssyni á vordögum. Útkoman er fyrsti geisladiskur kórsins Birting sem einkennist af amerískum söngleikjalögum. Um undirleik á diskinum sjá þau Steinunn Árnadóttir á píanó, Haukur Gíslason á kontrabassa og Vilhjálmur Guðjónsson á ásláttarhljóðfæri. Stjórnandi Freyjukórsins er Zsuzsanna Budai. Freyjurnar sáu sjálfar um hönnun á hulstri og áttu gott samstarf við Steinar Berg í Fossatúni um ýmis tækniatrið. Diskurinn er til sölu hjá kórkonum. Formaður Freyjanna er Hrefna Sigmarsdóttir og hægt er að senda henni tölvupóst með pöntun á netfangið husafell(hjá)husafell.is. Nánari upplýsingar um geisladiskinn er að finna hér hægra megin á síðunni undir linknum Útgáfa. Nánari upplýsingar um Freyjukórinn er einnig að finna á vefsetri Gígjunnar undir linknum Aðildarkórar. Freyjur, hjartanlega til hamingju með glæsilegan geisladisk.
Næstkomandi föstudag og laugardag heldur Jórukórinn sinn árlega flóamarkað í Tryggvaskála á Selfossi. Margt eigulegra muna verður á boðstólum; smátt og stórt, mjúkt og hart, skart og skraut, skæði og klæði, bækur og blöð, plötur og diskar, nýtt og notað. Allt á mjög hóflegu verði. Einnig verða heimabakaðar kökur og annað ljúfmeti til sölu ásamt kaffi og nýbökuðum vöfflum með rjóma. Á föstudag verður opið frá kl. 14.00 til 19.00 og laugardag frá kl. 10.00 - 17.00. Flóamarkaðurinn er liður í fjáröflun Jórukórsins fyrir fyrirhugað söngferðalag og vonast þær til að sem flestir noti þetta tækifæri til að gera góð kaup á skemmtilegum markaði, sem er orðinn fastur liður í bæjarlífinu.
Gígjunni hefur borist bréf frá forsvarsmönnum Nordklang. Kórasamtök Svíþjóðar skipuleggja stóra kórhátíð sem haldin verður í Uppsölum á næsta ári. Nordklang hefur verið haldið þriðja hvert ár síðastliðin 30 ár á einhverju Norðurlandanna og markmiðið er að um 1000 kórsöngvarar frá Norðurlöndunum taki þátt í Nordklang. Kynnið ykkur málið.
Sveriges Körförbund (Kórasamtök Svíþjóðar) skipuleggur hina stóru kórhátíð Nordklang 13 í Uppsölum 2007. Nordklang hefur verið haldið þriðja hvert ár síðastliðin 30 ár á einhverju Norðurlandanna og markmiðið er að u.þ.þ. 1000 kórsöngvarar frá Norðurlöndunum muni taka þátt í Nordklang 13. Nordklang beinist til áhugakórsöngvara fá Norðurlöndunum. Kórinn þinn ert velkomin og reynsla skiptir ekki máli. Smiðjurnar og dagskráin er byggð upp til að henta söngvurum 15 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að söngvarar undir 18 ára ferðist með ábyrgum fullorðnum aðila. Athugið að skráningargjaldið hækkar eftir 1. desember 2006. Nordklang dagskráin fer fram á skandinavísku, þ.e. dönsku, norsku, sænsku eða blöndu af þeim, en ekki ensku. Hefurðu áhuga? Lestu meira á www.nordklang.org Hátíðarnefndin / Gerd Román Sveriges Körförbund ● Nybrokajen 11 ● 111 48 Stockholm ● Kanslichef Gerd Román tel. 08-407 17 70 (må-to kl. 10-12, 13-15 samt fre kl. 10-12) ● e-post: kansli(hjá)sverigeskorforbund.se ● Förbundsdirektör Lars Nilsson tel 08-407 17 71 ● e-post: lars.nilsson(hjá)sverigeskorforbund.se ● Vefsetur www.sverigeskorforbund.se
Sveriges Körförbund (Kórasamtök Svíþjóðar) skipuleggur hina stóru kórhátíð Nordklang 13 í Uppsölum 2007. Nordklang hefur verið haldið þriðja hvert ár síðastliðin 30 ár á einhverju Norðurlandanna og markmiðið er að u.þ.þ. 1000 kórsöngvarar frá Norðurlöndunum muni taka þátt í Nordklang 13. Nordklang beinist til áhugakórsöngvara fá Norðurlöndunum. Kórinn þinn ert velkomin og reynsla skiptir ekki máli. Smiðjurnar og dagskráin er byggð upp til að henta söngvurum 15 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að söngvarar undir 18 ára ferðist með ábyrgum fullorðnum aðila. Athugið að skráningargjaldið hækkar eftir 1. desember 2006. Nordklang dagskráin fer fram á skandinavísku, þ.e. dönsku, norsku, sænsku eða blöndu af þeim, en ekki ensku. Hefurðu áhuga? Lestu meira á www.nordklang.org Hátíðarnefndin / Gerd Román Sveriges Körförbund ● Nybrokajen 11 ● 111 48 Stockholm ● Kanslichef Gerd Román tel. 08-407 17 70 (må-to kl. 10-12, 13-15 samt fre kl. 10-12) ● e-post: kansli(hjá)sverigeskorforbund.se ● Förbundsdirektör Lars Nilsson tel 08-407 17 71 ● e-post: lars.nilsson(hjá)sverigeskorforbund.se ● Vefsetur www.sverigeskorforbund.se
Kyrjurnar og Kyrjukórinn Þorlákshöfn halda tvenna tónleika saman, tónleikarnir verða sannkölluð "kyrjutvenna" í tvennum skilningi. Fyrri tónleikarnir verða
fimmtudaginn 26. október kl. 20.30 í sal Tónlistarskóla FÍH. Rauðagerði 27
í Reykjavík. Seinni tónleikarnir verða haldnir í Versölum á Þorlákshöfn sunnudaginn
29. október kl. 20.00. Á dagskránni eru ýmis lög um ástina. Miðaverð er kr. 1.000.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs