Freyjukórinn í Borgarfirði mun hefja sitt starf 27. september. Auglýst er eftir konum í kórinn og þær beðnar að hafa samband við kórstjórann Zsuzsönnu Budai í síma 847 5264 eða 437 2399 sem fyrst. Æfingar eru í Logalandi í Reykholtsdal og eru æfingar öll miðvikudagskvöld. Æfingarnar hefjast kl. 19:45 og er að jafnaði lokið um 22:00. Allar áhugasamar konur eru velkomnar í kórinn. Framundan eru spennandi verkefni er tengjast heimahéraði sem og öðrum landshlutum.
Kvennakór Hafnarfjarðar hefur nú sitt ellefta starfsár. Framundan er spennandi og metnaðarfullt ár með hressum og skemmtilegum konum. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg og undirleikari er Antonia Hevesi. Inntaka og skráning nýrra félaga fer fram þann 5. september kl. 20-21 og 6. september kl. 19-20 báða dagana í Flensborgarskóla (gengið inn um aðaldyr nýju byggingarinnar). Nánari upplýsingar um starfsemi Kvennakórs Hafnafjarðar veita Steiney Halldórsdóttir í síma: 565 0341 & 699 0361 og Helga M. Sveinsdóttir í síma 565 7821 & 897 4821.
Kvennakór Reykjavíkur hefur nóg að gera. Síðasta vor héldu þær mjög vel heppnaða tónleika sem þær nefndu Lífið er söngleikur. Nú eru þær að fara endurtaka leikinn og leggja land undir fót. Kórinn munu halda tónleika í vikunni í Hafnarfirði, á Dalvík og í Laxárvirkjun.Fréttatilkynning frá Kvennakór Reykjavíkur
Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur hélt tvenna tónleika fyrir fullu húsi í Ými síðast liðið vor. Að þessu sinni fengum við til liðs við okkur þekkta tónlistarmenn, en þeir eru Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Birgir Bragason á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleikana nefndum við "Lífið er söngleikur". Við fluttum þekkt lög úr söngleikjunum Mamma Mia, Sound of Music, Phantom of the Opera, Fiðlarinn á þakinu og Grease. Vegna góðra undirtekta og fjölda vel valinna orða um hve vel tókst til hjá okkur, viljum við endurtaka tónleikana í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. september kl. 20.00. Við látum ekki þar við sitja heldur leggjum land undir fót og verðum með skemmtun á Dalvík laugardaginn 9. september kl. 14.00 og aðra í hvelfingunni í Laxárvirkjun í Aðaldal kl. 20.00. Við vonumst til að sjá þig og þína.
Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur hélt tvenna tónleika fyrir fullu húsi í Ými síðast liðið vor. Að þessu sinni fengum við til liðs við okkur þekkta tónlistarmenn, en þeir eru Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Birgir Bragason á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleikana nefndum við "Lífið er söngleikur". Við fluttum þekkt lög úr söngleikjunum Mamma Mia, Sound of Music, Phantom of the Opera, Fiðlarinn á þakinu og Grease. Vegna góðra undirtekta og fjölda vel valinna orða um hve vel tókst til hjá okkur, viljum við endurtaka tónleikana í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. september kl. 20.00. Við látum ekki þar við sitja heldur leggjum land undir fót og verðum með skemmtun á Dalvík laugardaginn 9. september kl. 14.00 og aðra í hvelfingunni í Laxárvirkjun í Aðaldal kl. 20.00. Við vonumst til að sjá þig og þína.
Ríðimannanefnd Freyjukórsins í Borgarfirðir hefur undanfarna 11 mánuði verið að undrbúa hópreið Freyjukórsmeðlima. Undanfarin ár hefur kórinn farið einu sinni á sumri í eins dags hestaferð um sveitir Borgarfjarðar. Söngur, hoss og góður matur og drykkur er það sem ferðin gengur útá. Hestaferðin verður farin 18. ágúst og verður farið að þessu sinni um Reykholtsdalinn. Búið er að tryggja aðgang að heitum potti og laug í lok ferðar auk ýmis góðgætis og óvæntum uppákomum. Aðeins Freyjur eiga þátttökurétt að þessari ríðimannaferð.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs