Enn á ný er blásið til söngbúða með Kristjönu Stefánsdóttur, djass söngkonu, þar sem öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt.
Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 12. - 13. mars 2016. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur. Zsuzsanna Budai mun vera hennar hægri hönd við að þjálfa hópinn. Tónlistarmenn sem munu styðja við sönginn eru þeir; Sigþór Kristjánsson á trommur, Karl Olgeirsson á píanó, Sigurður Jakobsson á bassa og Einar Þór Jóhannsson á gítar.
Markmiðið er að:
- Efla söng og þjálfun meðal kvenna á Vesturlandi. Dýpka og breikka sviðið með því að einbeita sér að ákveðnum þætti tónlistar; djassinum og kalla til aðstoðar eina færustu djass söngkonu landsins, Kristjönu Stefánsdóttur.
- Að hvetja ungar konur til að ganga til liðs við kóra á Vesturlandi til að tryggja endurnýjun með því að bjóða þeim upp á söngdagskrá sem ætti að höfða til þeirra.
- Að kalla til samstarfs konur víðsvegar að úr landshlutanum.
- Að gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á að æfa og syngja með kvennakór.
- Að sýna afrakstur starfsins með tónleikahaldi
- Að kynna hið öfluga kórastarf sem fram fer á Vesturlandi
Dagskrá:
Laugardagur 12. mars:
Mæting kl. 9-10
Kl.10 Söngæfingar
Kl. 12-13 Hádegishlé
Kl. 13-17 Söngæfing
Kl. 19 Hátíðarkvöldverður og skemmtun, valfrjálst, greiðist sér.
Sunnudagur 13. mars:
Kl.10-12 Söngæfingar
Kl. 12-13 Hádegishlé
Kl. 13-15 Söngæfingar
Kl. 17 Tónleikar í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Síðan er ætlunin að halda þrenna tónleika. Þeir fyrstu verða eins og fram kemur í dagskrá, sunnudaginn 13. mars kl. 16 í Hjálmakletti. Þátttaka í tónleikunum er valfrjáls en auðvitað verður þetta mjög gaman Næstu tónleikar verða í Grundarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 og laugardaginn 19. mars er ætlunin að fara með rútu frá Borgarnesi til Hólmavíkur og hitta góðar konur. Þar ætlum við að syngja í kirkjunni kl. 15 og stefnum að sameiginlegri máltíð að því loknu. Þetta á eftir að útfæra betur. Gerum einnig ráð fyrir að það fari rúta frá Borgarnesi til Grundarfjarðar. Verð verður í lágmarki fyrir rútuferðir.
Ætlunin er að vera með blönduð lög, íslensk og erlend. Þau lög sem ætlunin er að æfa eru:
- Perfect – Fairground Attraction
- The tide is high
- Stairway to heaven
- Still haven´t found what I´m looking for
- Take me to church
- Ring Ring
- Hudson Bay
- Líttu sérhvert sólarlag
- Boy from New York city
- Rolling in the deep
- Irish blessing
- Eitthvað undarlegt
- Konur stöndum saman nú
- Efemia
- Jungle drum
- Friðarbæn
- Umvafin englum
Öllum syngjandi konum er velkomið að taka þátt í verkefninu.
Undirbúningur, skipulag og stjórn verkefnisins er í höndum stjórnar Syngjandi kvenna á Vesturlandi. Fjármögnun er í gegnum þátttökugjöld.
Kostnaður:
Þátttökugjald: 16.000 kr. Innifalið er námskeið, mappa með nótum, morgun-, hádegis- og síðdegishressing.
Hátíðarkvöldverður (valfrjálst) 4.500 kr
Þær konur sem vilja gista á staðnum (Borgarnesi og nágrenni) hafa sjálfar samband við gististaði og panta gistingu. Þá staði sem benda má á eru Hótel Borgarnes, Farfuglaheimilið í Borgarnesi, Egils Guesthouse, Hótel Hamar, Borgarnes B&B, Bjarg, Hvíti Bærinn, Gistiheimilið Milli Vina, Kría Guesthouse. Svo eru mun fleiri staðir í nágrenninu, en það er gott að tryggja sér gistingu sem fyrst.
Skráning:
Skráning mun fara fram í gegnum vefslóðina www.vefurinn.is/freyjur og hefjast í janúar. Hver og ein kona þarf að skrá sig; ekki hægt að skrá margar í einu. Fylla þarf út allar upplýsingar: Nafn, kennitala, nafn á kór (ef það á við), þátttaka í hátíðarkvöldverði og netfang.
Staðfestingargjald er 5.000 kr. óafturkræft sem greiðist við skráningu inn á reikning 0326-26-390 og kt. 511114-0390 og kvittun send á herdisbk@simnet.is og syngjandikonur@gmail.com. Skráning verður ekki gild fyrr en þátttakandi hefur greitt staðfestingargjaldið. Þegar skráning hefur farið fram mun þátttakandi fá aðgang að hljóðskrám og nótum á netinu til að kynna sér efnið.