Kvennakór Garðabæjar fór í vel heppnað söngferðalag til Prag og Vínarborgar í júní. Kórinn sendi Gígjunni ferðasöguna og kunnum við kórstjóranum Ingibjörgu Guðjónsdóttur, formanninum Maríu Vilhjálmsdóttur og fjölmiðlafulltrúa kórsins henni Anný Láru Emilsdóttur bestu þakkir fyrir skemmtilega ferðasögu.Söngferð Kvennakórs Garðabæjar Prag
Fyrsta söngferð Kvennakórs Garðabæjar á erlenda grundu hófst í morgunsárið þann 14. júní síðast liðinn. Hópur ferðalanga samanstóð af 36 kórkonum, 27 eiginmönnum og einni systur, auk Ingibjargar Guðjónsdóttur kórstjóra og Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur, píanóleikara kórsins. Ferðin stóð í átta daga þar sem meðal annars voru heimsóttar tvær af helstu menningarborgum Evrópu; Prag og Vínarborg. Flogið var til Berlínar þar sem íslenski fararstjórinn Pavel Smid og Grétar rútubílstjóri tóku á móti hópnum en þaðan var ekið í tveggja hæða langarferðabíl til Prag. Árla næsta morguns var haldið til einnar af fallegri kirkjum borgarinnar, St. Nikulásarkirkju við Gamla torgið, þar sem kórinn hélt sína fyrstu tónleika í ferðinni. Tónleikarnir voru liður í Musica Sacra tónlistarhátíðinni og heppnuðust vel en efnisskrá kórsins samanstóð af íslenskum og tékkneskum söngverkum auk kirkjulegra verka. Tónleikarnir voru vel sóttir vitanlega með fylgdarlið kórsins á fremstu bekkjunum! Dagana tvo sem dvalið var í Prag var boðið upp á vel skipulagða dagskrá. Innlendir leiðsögumenn sáu um skemmtilegar skoðunarferðir um miðborg Prag og Pragkastala. Tékkneskt kvöld með mat, tónlist og dansi var sérlega eftirminnilegt vegna söngs kórs frá Suður Afríku við mikinn fögnuð viðstaddra. Í Ríkisóperunni fengu prúðbúnir ferðalangar að sjá og heyra eina frægustu óperu Tékka, Rusölku eftir tónskáldið Antonin Dvorak. Upplifunin var stórfengleg í alla staði, óperuhúsið alskreytt gulli, söngurinn magnaður og uppfærslan hreint augnayndi. Ógleymanlegt menningarævintýri. Að morgni þjóðhátíðardags Íslendinga, 17. júní, var lagt af stað frá Prag. Á leiðinni til Vínar var komið við á herrasetri íslensku ræðismannshjónanna í Prag þar sem hópsins biðu veitingar á veröndinni í blíðskaparveðri. Kórinn þakkaði að sjálfsögðu fyrir sig með því að syngja nokkra ættjarðarsöngva í tilefni dagsins.
Kvennakór Garðabæjar fór í vel heppnað söngferðalag til Prag og Vínarborgar í júní. Kórinn sendi Gígjunni ferðasöguna og kunnum við kórstjóranum Ingibjörgu Guðjónsdóttur, formanninum Maríu Vilhjálmsdóttur og fjölmiðlafulltrúa kórsins henni Anný Láru Emilsdóttur bestu þakkir fyrir skemmtilega ferðasögu.Söngferð Kvennakórs Garðabæjar Vínarborg
Vínarborg tók á móti ferðalöngum með sól og sumarhita. Borgin er stórfengleg menningarborg með sögufrægum byggingum og minjum á hverju götuhorni. Ferðalangar náðu því ekki að njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða en nutu þess þó að sjá það helsta í skoðunarferð með innlendum leiðsögumanni, meðal annars hina stórfenglegu Schönbrunn höll. Kórinn söng nokkur lög á hallar tröppunum við góðar undirtektir nærstaddra. Merkasti söngviðburður ferðarinnar var í Karlskirkju í Vín, einni frægustu barokk kirkju Evrópu. Hljómburðurinn í kirkjunni var hreint út sagt himneskur og upplifun kórkvenna og söngur í anda við fegurð kirkjunnar. Þann 19. júní var haldið til Heurigen, rétt fyrir utan Vín, þar sem ferðalangar tóku þátt í skemmtilegri síðbúinni þjóðhátíðargleði með Íslendingafélaginu í Vín. Auðvitað tók kórinn lagið og söng bæði íslensk ættjarðarlög og falleg íslensk sönglög í tilefni hátíðarinnar. Daginn fyrir heimferð var haldið til Þýskalands í rútunni góðu. Gist var í litlum bæ, Amberg, rétt hjá Nurnberg en smábærinn heillaði ferðalanga eftir alla hina stórfenglegu upplifun af menningarborgunum Prag og Vín. Á síðasta degi ferðalagsins var haldið áleiðis til Frankfurt, en þaðan var flogið heim til Íslands um kvöldið. Hópurinn gaf sér góðan tíma í Wurstburg, fallegum bæ, þar sem ferðalangar fengu útrás fyrir verslunargleði sína og böðuðu sig í sannkölluðu hitabeltisveðri, 35 stigum og sól. Lokapunktur ferðarinnar var svo kvöldmáltíð í bakgarði eins elsta veitingastaðar Evrópu, Hocheimer, í úthverfi Frankfurtar. Í miðri sælkeramáltíð skall á hitabeltisrigning með háværum þrumum og eldingum. Þessi frábæri hópur lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur þjappaði sér saman inn í agnarsmátt veitingahúsið og lauk þar við matinn sinn á meðan mesta óveðrið gekk yfir. Heimferðin gekk vel og ferðalangar ánægðir að sameinast aftur fjölskyldum sínum á Fróni. Vinskapurinn, gleðin, samstaðan og fegurðin sem einkenndu þessa jómfrúarferð Kvennakórs Garðabæjar út fyrir landsteinana mun seint gleymast. Kórinn þakkar þeim fjölmörgu aðilum, innan hópsins og utan, sem gerðu þessa ferð að veruleika, hjartanlega fyrir stuðninginn - og er strax farinn að hlakka til næstu ferðar. Kvennakór Garðabæjar Vefsetur: http://www.kvennakor.is/ Netfang: maria.vilhjalmsdottir@lyfogheilsa.is
Fyrsta söngferð Kvennakórs Garðabæjar á erlenda grundu hófst í morgunsárið þann 14. júní síðast liðinn. Hópur ferðalanga samanstóð af 36 kórkonum, 27 eiginmönnum og einni systur, auk Ingibjargar Guðjónsdóttur kórstjóra og Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur, píanóleikara kórsins. Ferðin stóð í átta daga þar sem meðal annars voru heimsóttar tvær af helstu menningarborgum Evrópu; Prag og Vínarborg. Flogið var til Berlínar þar sem íslenski fararstjórinn Pavel Smid og Grétar rútubílstjóri tóku á móti hópnum en þaðan var ekið í tveggja hæða langarferðabíl til Prag. Árla næsta morguns var haldið til einnar af fallegri kirkjum borgarinnar, St. Nikulásarkirkju við Gamla torgið, þar sem kórinn hélt sína fyrstu tónleika í ferðinni. Tónleikarnir voru liður í Musica Sacra tónlistarhátíðinni og heppnuðust vel en efnisskrá kórsins samanstóð af íslenskum og tékkneskum söngverkum auk kirkjulegra verka. Tónleikarnir voru vel sóttir vitanlega með fylgdarlið kórsins á fremstu bekkjunum! Dagana tvo sem dvalið var í Prag var boðið upp á vel skipulagða dagskrá. Innlendir leiðsögumenn sáu um skemmtilegar skoðunarferðir um miðborg Prag og Pragkastala. Tékkneskt kvöld með mat, tónlist og dansi var sérlega eftirminnilegt vegna söngs kórs frá Suður Afríku við mikinn fögnuð viðstaddra. Í Ríkisóperunni fengu prúðbúnir ferðalangar að sjá og heyra eina frægustu óperu Tékka, Rusölku eftir tónskáldið Antonin Dvorak. Upplifunin var stórfengleg í alla staði, óperuhúsið alskreytt gulli, söngurinn magnaður og uppfærslan hreint augnayndi. Ógleymanlegt menningarævintýri. Að morgni þjóðhátíðardags Íslendinga, 17. júní, var lagt af stað frá Prag. Á leiðinni til Vínar var komið við á herrasetri íslensku ræðismannshjónanna í Prag þar sem hópsins biðu veitingar á veröndinni í blíðskaparveðri. Kórinn þakkaði að sjálfsögðu fyrir sig með því að syngja nokkra ættjarðarsöngva í tilefni dagsins.
Kvennakór Garðabæjar fór í vel heppnað söngferðalag til Prag og Vínarborgar í júní. Kórinn sendi Gígjunni ferðasöguna og kunnum við kórstjóranum Ingibjörgu Guðjónsdóttur, formanninum Maríu Vilhjálmsdóttur og fjölmiðlafulltrúa kórsins henni Anný Láru Emilsdóttur bestu þakkir fyrir skemmtilega ferðasögu.Söngferð Kvennakórs Garðabæjar Vínarborg
Vínarborg tók á móti ferðalöngum með sól og sumarhita. Borgin er stórfengleg menningarborg með sögufrægum byggingum og minjum á hverju götuhorni. Ferðalangar náðu því ekki að njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða en nutu þess þó að sjá það helsta í skoðunarferð með innlendum leiðsögumanni, meðal annars hina stórfenglegu Schönbrunn höll. Kórinn söng nokkur lög á hallar tröppunum við góðar undirtektir nærstaddra. Merkasti söngviðburður ferðarinnar var í Karlskirkju í Vín, einni frægustu barokk kirkju Evrópu. Hljómburðurinn í kirkjunni var hreint út sagt himneskur og upplifun kórkvenna og söngur í anda við fegurð kirkjunnar. Þann 19. júní var haldið til Heurigen, rétt fyrir utan Vín, þar sem ferðalangar tóku þátt í skemmtilegri síðbúinni þjóðhátíðargleði með Íslendingafélaginu í Vín. Auðvitað tók kórinn lagið og söng bæði íslensk ættjarðarlög og falleg íslensk sönglög í tilefni hátíðarinnar. Daginn fyrir heimferð var haldið til Þýskalands í rútunni góðu. Gist var í litlum bæ, Amberg, rétt hjá Nurnberg en smábærinn heillaði ferðalanga eftir alla hina stórfenglegu upplifun af menningarborgunum Prag og Vín. Á síðasta degi ferðalagsins var haldið áleiðis til Frankfurt, en þaðan var flogið heim til Íslands um kvöldið. Hópurinn gaf sér góðan tíma í Wurstburg, fallegum bæ, þar sem ferðalangar fengu útrás fyrir verslunargleði sína og böðuðu sig í sannkölluðu hitabeltisveðri, 35 stigum og sól. Lokapunktur ferðarinnar var svo kvöldmáltíð í bakgarði eins elsta veitingastaðar Evrópu, Hocheimer, í úthverfi Frankfurtar. Í miðri sælkeramáltíð skall á hitabeltisrigning með háværum þrumum og eldingum. Þessi frábæri hópur lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur þjappaði sér saman inn í agnarsmátt veitingahúsið og lauk þar við matinn sinn á meðan mesta óveðrið gekk yfir. Heimferðin gekk vel og ferðalangar ánægðir að sameinast aftur fjölskyldum sínum á Fróni. Vinskapurinn, gleðin, samstaðan og fegurðin sem einkenndu þessa jómfrúarferð Kvennakórs Garðabæjar út fyrir landsteinana mun seint gleymast. Kórinn þakkar þeim fjölmörgu aðilum, innan hópsins og utan, sem gerðu þessa ferð að veruleika, hjartanlega fyrir stuðninginn - og er strax farinn að hlakka til næstu ferðar. Kvennakór Garðabæjar Vefsetur: http://www.kvennakor.is/ Netfang: maria.vilhjalmsdottir@lyfogheilsa.is