Mótsnefnd Kvennakórs Hafnarfjarðar hefur sent frá sér áætlaða dagskrá fyrir landsmótið sem haldið verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði dagana 29. apríl til 1. maí næst komandi. Allar nánari upplýsingar um mótið veitir formaður mótsnefndar Ragna Jóna Helgadóttir,
sími 555 2899, gsm 866 4141, netfang: ragnajona@visir.isBréf frá mótsnefnd Kvennakórs Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður, 15. mars 2005
Kæru söngsystur
Endanlegri skráningu á 6. landsmót íslenskra kvennakóra er nú loks lokið og má með sanni segja að þátttakan hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Samtals hafa 19 íslenskir kórar skráð þátttöku, þar á meðal Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn, og mæta því til samveru rúmlega 600 kórkonur í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, 29. apríl n.k.
Meðfylgjandi er áætluð dagskrá mótsins, nótur fyrir hópastarfið og landsmótslagið hafa verið sendar til kóranna í pósti.
Áætlaður mótskostnaður er 8-9 þúsund krónur og verður tilkynnt um endanlega upphæð þegar öll svör við styrkbeiðnum hafa borist mótsnefnd.
Drög að dagskrá (athugið að þetta er áætluð dagskrá)
Föstudagurinn 29. apríl
18:00-20:00 Afhending mótsgagna og kvöldhressing í Íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem allur samsöngur og borðhald mótsins fer fram.
20:00-22:00 Óvissuferð. Áhersla er lögð á að allir kórar mæti fyrir kl. 20:00. Vinsamlegast látið vita ef það reynist ekki mögulegt. Staldrað verður úti við í stuttan tíma og er konum því ráðlagt að vera hlýtt klæddar.
22:00-23:00 Samsöngur undir stjórn Keith Reed og annarra.
Laugardagurinn 30. apríl
8:00- 9:00 Morgunverður
9:15-11:30 Æfing vinnuhópa (valið efni) ásamt Óskari Einarssyni sem staldrar við í hverjum hóp í 30 mínútur og æfir óundirbúið efni.
11:30-13:00 Hádegisverður og æfing hvers kórs á eigin efni fyrir tónleika.
13:00-14:45 Æfing á sameiginlegum lögum, þ.m.t. landsmótslagið.
14:45-15:15 Síðdegiskaffi og undirbúningur fyrir tónleika.
15:30 Lagt af stað með rútum í Víðistaðakirkju.
16:00-18:30 Tónleikar í Víðistaðakirkju þar sem hver kór flytur tvö lög að eigin vali.
20:30 Hátíðarkvöldverður og skemmtun
Sunnudagurinn 1. maí
9:00-10:00 Morgunverður
10:00-10:45 Æfing á sameiginlegum lögum
11:00-12:00 Æfing vinnuhópa
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:30 Frjáls tími
14:00-16:30 Tónleikar í íþróttahúsinu þar sem flutt verða verkefni vinnuhópa og öll sameiginleg lög.
16:30 Mótsslit og kveðjukaffi.
Gisting
Þar sem lítið er um hótelgistingu í Hafnarfirði var leitað til nágranna okkar í Kópavogi. Á Smárahóteli stendur kórkonum til boða gisting á krónur 3.450 í tvíbýli en eitthvað dýrara í einbýli. Þetta er verð án morgunverðar. Þeir kórar sem áhuga hafa á þessari gistingu geta haft samband við Ólaf í síma 588-1900 eða á hotelsmari@hotelsmari.is. Þar sem hótelið er ekki í göngufæri við æfingastaði verða rútur til staðar fyrir þá kóra sem þess þurfa. Hvað aðra gistingu varðar geta kórar fengið fría gistingu í skólastofum á vegum Flensborgarskólans og útvegum við dýnur sé þess þörf.
Matur
Kvöldhressing (föstudagur)
Rjómalöguð sveppasúpa
Kalkúnapastasalat með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Brauðaúrval
Smjör, pestó og tapnade
Morgunverðahlaðborð (laugardagur)
Nýbökuð rúnstykki smurð með hinum ýmsu girnilegum áleggstegundum
Nýbökuð vínarbrauð
Djús, kaffi og te
Hádegisverðahlaðborð (laugardagur)
Súpa dagsins
Lasagna með parmesan
Sjávarréttasalat með sólþurrkuðum tómötum og rauðlauk
Brauðaúrval
Smjör, pestó og tapenade
Gos og vatn
Síðdegiskaffi (laugardagur)
Sérbökuð vínarbrauð
Skúffukaka
Kleina
Kaffi/te
Gos og vatn
Hátíðarkvöldverður (laugardagur)
Steikarhlaðborð Veislunnar með köldum forrétti:
Forréttur (val a, b eða c):
a) Humarpaté, laxamosaik og kókosrækjur á brakandi salati með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og fylltum eggjum
b) Lime og chillimarineraður lax með teriaki, fersku salati og lárperusósu
c) Prosiciutto- skinka með melónu, fersku salati og hunangs- balsamico vinaigrette
Aðalréttir:
Innbakað lambafillé Wellington, Reyktur hamborgarahryggur og
Appelsínugljáðar kalkúnabringur
Meðlæti:
Ferskt grænmeti, pönnusteiktar kartöflur, eplasalat og rauðvínssósa
Gos og vatn með mat, vín ef þess er óskað
Morgunverðahlaðborð (sunnudagur)
Nýbökuð rúnstykki smurð með hinum ýmsu girnilegum áleggstegundum
(ekki það sama báða dagana)
Djús, kaffi og te
Hádegishressing (sunnudagur)
Sjávarréttasúpa
Brauð og smjör
Kveðjukaffi (sunnudagur)
Ástarpungar
Pekanvínarbrauð með sírópi
Gulrótarkaka
Kaffi, te og gos.
Með kærri kveðju úr Hafnarfirði.
Fyrir hönd mótsnefndar, Margrét Þórðardóttir
E.s. Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband.
Ragna Jóna Helgadóttir, formaður mótsnefndar
Sími 555 2899 gsm 866 4141
ragnajona@visir.is
Kristín G. Ingimundardóttir
Sími 587 2787 gsm 699 8742
kristingi@velamidstod.is
Anna B. Brandsdóttir
Sími 565 4035 gsm 866 4142
annabrands@visir.is
Hrafnhildur Blomsterberg, kórstjóri
Sími 565 5354 gsm 699 3740
hild@ismennt.is
Sigrún Óskarsdóttir
Sími 565 0072 gsm 699 0346
sigrun@brostu.com
Margrét Þórðardóttir
Sími 565 0001 gsm 847 8043
greta1@visir.is