Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, óskar félögum í aðildarkórum sambandsins gleðilegra jóla, blessunar og friðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið verða gott til handa kvennakórum landsins og starf þeirra vaxa og dafna með hækkandi sól.
Hátíð í bæ, hátíðartónleikar til styrktar Hjartagátt Landspítalans verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í hádeginu fimmtudaginn 17. desember. Á tónleikunum koma fram einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Einar Clausen og Valgerður Guðnadóttir ásamt sjö manna hljómsveit og kvennakórnum Heklunum.
Stjórnandi er Lilja Eggertsdóttir. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka tæpa klukkustund.
Miðaverð er 2.500 kr. Ath. að ekki er tekið við greiðslukortum.
Kórar undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, AURORA, Vox feminae, Cantabile og Hrynjandi, halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. desember næstkomandi. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Englaraddir óma“ og þar munu koma fram yfir 200 söngkonur á öllum aldri.
Tónleikarnir eru helgaðir trúarlegri tónlist frá ýmsum tímum tileinkuð aðventu og jólum. Efnisskráin er fjölbreytt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Biebl og Mendelsohn, í bland við jólalög sem allir þekkja og elska. Gestir á tónleikunum verða Hanna Björk Guðjónsdóttir, sópran ásamt hljóðfæraleikunum Antoniu Hevesi, Elísabetu Waage, Eydísi Fransdóttur og Viktoriu Tsvetaeva.
Það verður hátíðleg stemming í Hallgrímskirkju á þessum tónleikum og því er tilvalið að koma og hlýða á jólalög við kertaljós í hinum undurfagra hljómi og notalega umhverfi Hallgrímskirkju.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs