Kvennakóramót verður haldið í Västerås í Svíþjóð 22. - 25. september 2005.
Norrænt kvennakóramót verður haldið öðru sinni í Västerås í Svíþjóð dagana 22. til 25. september 2005 en fyrsta norræna kvennakóramótið var haldið í Reykjavík vorið 2000. Dagskrá mótsins verður send út ásamt fréttabréfi Gígjunnar eftir miðjan febrúar en á dagskrá mótsins verða tónleikar þeirra kóra sem taka þátt í mótinu, námskeið um barbershop tónlist, norræn þjóðlög, norræna nútímatónlist og suðurafríska tónlist. Skráning á mótið er fyrir 16. apríl næstkomandi. Þáttökugjald er 1150,- SKR og innifalið í þáttökugjaldi er móttökuveisla, kveðjuveisla, þáttaka í námskeiðum ásamt aðgöngumiða á alla tónleika á mótinu. Þeim sem vilja fræðast nánar um mótsstað er bent á heimasíðuna www.vasterasturism.se
Norrænt kvennakóramót verður haldið öðru sinni í Västerås í Svíþjóð dagana 22. til 25. september 2005 en fyrsta norræna kvennakóramótið var haldið í Reykjavík vorið 2000. Dagskrá mótsins verður send út ásamt fréttabréfi Gígjunnar eftir miðjan febrúar en á dagskrá mótsins verða tónleikar þeirra kóra sem taka þátt í mótinu, námskeið um barbershop tónlist, norræn þjóðlög, norræna nútímatónlist og suðurafríska tónlist. Skráning á mótið er fyrir 16. apríl næstkomandi. Þáttökugjald er 1150,- SKR og innifalið í þáttökugjaldi er móttökuveisla, kveðjuveisla, þáttaka í námskeiðum ásamt aðgöngumiða á alla tónleika á mótinu. Þeim sem vilja fræðast nánar um mótsstað er bent á heimasíðuna www.vasterasturism.se