Miðaverð er kr. 3000 og verður hægt að panta hjá kórkonum, á netfanginu midasalakveko@gmail.com en einnig verða miðar seldir við innganginn.
Miðaverð er kr. 3000 og verður hægt að panta hjá kórkonum, á netfanginu midasalakveko@gmail.com en einnig verða miðar seldir við innganginn.
Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október.
Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
Um Canta Al Mar kórakeppnina
Alþjóðlega kórakeppnin og hátíðin Canta al mar er með stærri kórakeppnum í Evrópu. Það er þýska fyrirtækið Interkultur sem skipuleggur keppnina en þeir standa fyrir fjölda kóraviðburða árið um kring. Canta al mar er árleg keppni og fara allir viðburðirnir fram í Barcelona og nágrannabænum Calella.
Í ár tóku alls um 49 kórar þátt frá 29 löndum eða rúmlega 1500 manns. Dagskráin var þéttsetin alla dagana. Keppt var í 12 ólíkum flokkum, frá barnakórum til kammerkóra sem sungu bæði í kirkjum og á torgum úti. Glæsileg opnunarhátíð og veglegt lokahóf settu svip sinn á dagskránna.
Boð um að taka þátt í hátíðartónleikum
Mánuði fyrir brottför barst kórnum póstur frá skipuleggjendum keppninnar þar sem boðið var að taka þátt í sérstökum í hátíðartónleikum í Dómkirkjunni í Barcelona ásamt kórum frá Georgíu og Svíþjóð.
„After the artistic committee has checked all submitted sound recordins, your choir Kvennakór Garðabæjar has been chosen due to its high quality, to perform at a special concert at "Le Cathedral" in Barcelona“.
Tónleikastaðir og lagaval
Það var í einni af stærri kirkjum Barcelona, Santa Maria del Pi, sem kórinn söng í flokki kirkjuverka. Hver kór söng þrjú ólík verk og Kvennakór Garðabæjar söng verk eftir Báru Grímsdóttur, Javier Busto og Frode Fjellheim.
Í flokki kvennakóra söng kórinn verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Norskt þjóðlag útsett af Henrik Ödegaard og Ola Gjeilo en sú keppni fór fram í Església de Santa Maria i Sant Nicolau í Calella. Kórinn var einstaklega stoltur af að kynna tvö íslensk kórverk fyrir spænskum áheyrendum og dómnefnd.
Alþjóðleg dómnefnd
Dómnefndin var skipuð virtum kórstjórum og tónskáldum hvaðan æfa úr heiminum:
- Òscar Boada (Spáni)
- Javier Busto (Spáni)
- Rosalind Hall (USA)
- Christoph Mac-Carty (Hollandi)
- Albert Deprius (Spáni)
- Alexander Vatsek (Úkraínu)
- Aleksander Ryzhinskiy (Rússlandi)
- Beverly Shangkuan-Cheng (Filipseyjum)
- Tony Margeta (Svíþjóð) og
- Mathew Wright (Bretlandi)
Aðventutónleikar næsta verkefni kórsins
Kórinn undirbýr sig nú fyrir árlega aðventutónleika sem að þessu sinni verða haldnir miðvikudaginn 9. desember í Digraneskirkju, kl. 20. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytta og hátíðlega efnisskrá.
Kvennakór Garðabæjar er á Facebook
https://www.facebook.com/kvennakorgb/?fref=ts
Kvennakór Akureyrar heldur tvenna tónleika um næstu helgi. Tónleikarnir Dívur og drottningar sem haldnir voru s.l. vor verða endurteknir, fyrst í Hömrum í Hofi 31. október kl. 16:00 og svo í Ýdölum, Aðaldal 1. nóvember kl. 15:00.
Í dagskránni er lögð áhersla á metnaðarfullar útsetningar popplaga, í bland við kórlög úr ýmsum áttum.
Einsöngvarar verða Ívar Helgason og Þórhildur Örvarsdóttir.
Aladár Rácz píanóleikari og Pétur Ingólfsson bassaleikari verða meðleikarar, Daníel Þorsteinsson stjórnar.
Aðgangseyrir kr. 3000 en ókeypis fyrir börn undir 14 ára. Miðasala á www.tix.is.
Kórinn hefur fengið til samstarfs við sig Kvenfélag Aðaldæla, en þær ágætu konur verða með kaffisölu í hléi á tónleikunum í Ýdölum. Kvenfélagskonurnar reiða fram krásir sem seldar verða fyrir 1300 krónur á mann, en allur ágóði af veitingasölu rennur í sjóð Kvenfélagsins. Kvenfélagið er reyndar ekki með posa, svo munið að taka með reiðufé.
Kvennakór Akureyrar hefur nóg að gera eins og oft áður. Haustið fór vel af stað, nýjar konur bættust í hópinn og aðrar hættu eins og gengur og eru nú skráðar 59 konur í kórinn.
Nóg verður um að vera í allan vetur og sungið verður á Akureyri og í nágrannasveitum.
Á 40 ára afmæli kvennafrídags 24. október tók kórinn þátt í tónleikunum Norðlenskar konur í tónlist sem haldnir voru í Akureyrarkirkju. Flutt var tónlist íslenskra og erlendra tónlistarkvenna sem þær hafa samið og flutt ógleymanlega.
Fram komu:
Helga Kvam, píanó
Kristjana Arngrímsdóttir, söngur
Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla og söngur
Þórhildur Örvarsdóttir, söngur
Sérstakir gestir voru:
Kvennakór Akureyrar undir stjórn Daníels Þorsteinssonar
Ella Vala Ármannsdóttir, horn
Margrét Arnardóttir, harmóníka
Ragnheiður Gröndal, söngur og píanó
Næsta sumar verður svo haldið í fjórðu tónleikaferð kórsins á erlenda grund. Að þessu sinni er ferðinni heitið til Króatíu dagana 28. júní til 6. júlí og flogið í beinu flugi frá Akureyri til Ljubljana í Slóveníu og ekið þaðan í átt að Adriahafi til bæjarins Vrsar á króatísku ströndinni, þar sem gist verður allar 8 næturnar.
Stjórnandi er Lilja Eggertsdóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 15 og taka um tæpa klukkustund.
Aðgangseyrir er 2.500 kr.
Ath. að ekki er tekið við greiðslukortum.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs