Nú líður að árlegum vortónleikum Jórukórsins og eru þeir aðeins fyrr á ferðinni nú en áður. Eins og undanfarin ár verður boðið upp á tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir verða í Þingborg með tilheyrandi kaffihúsastemmningu, kaffi og konfekti, sunnudaginn 22. mars kl. 20.00 og þeir seinni í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 20.00.
Lagavalið er mjög fjölbreytt, létt og skemmtilegt. Vinsæl íslensk og erlend dægurlög sem Stefán Þorleifsson hefur raddsett fyrir kórinn eru í aðalhlutverki. Tónleikagestir á öllum aldri ættu að finna þarna eitthvað við sitt hæfi.
Hljóðfæraleikarar með kórnum verða Sveinn Pálsson á gítar, Róbert Dan Bergmundsson á bassa og Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur að ógleymdum stjórnandanum Stefáni Þorleifssyni á píanó/hljómborð, en þeir félagar mynda kjarnann í Djassbandi Suðurlands.
Tæplega 50 konur hafa æft saman í vetur undir stjórn Stefáns, sem nú er að ljúka sínu þriðja starfsári með kórnum og hlakka kórkonur mikið til að njóta afrakstursins með tónleikagestum. Þær ætla með þessu að gera sitt til að syngja inn vorið eftir þennan mikla og stormasama vetur. Jórur kunna öllum þeim sem styrkt hafa starfsemi kórsins bestu þakkir, ekki síst ykkur kæru tónleikagestir.
Kvennakórinn Sóldís ætlar suður yfir heiðar um helgina og heldur tvenna tónleika laugardaginn 21. mars; í Guðríðarkirkju í Grafarvogi kl. 14:00 og í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði kl. 17:00.
Söngstjóri er Sólveig S. Einarsdóttir, undirleikarar eru Rögnvaldur Valbergsson, Jón Helgi Þórarinsson og Gunnar Sigfús Björnsson. Tveir einsöngvarar stíga á stokk, Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Á söngskránni er býsna fjölbreytt úrval laga, allt frá hefðbundnum íslenskum sönglögum til óhefðbundinna dægurlaga.
Aðgangseyrir er 3000 kr.
Laugardaginn 21. mars næstkomandi halda Kammersveitin ReykjavíkBarokk og þrír kvennakórar sem starfa undir stjórn Margrétar Pálmadóttur tónleika i Fella- og Hólakirkju sem bera yfirskriftina Nisi Dominus og Gloria. Tónleikarnir eru lokapunktur ánægjulegs samstarfs þessara tveggja hópa sem staðið hefur í vetur.
Á tónleikunum verða flutt tvö verk eftir ítalska tónskáldið Antonio Vivaldi. Fyrra verkið, Nisi Dominus, er í flutningi kammerhópsins ReykjavíkBarokk og altsöngkonunnar Jóhönnu Halldórsdóttur.
ReykjavíkBarokk er hópur hljóðfæraleikara sem deilir því sameiginlega áhugamáli að leika á upprunaleg hljóðfæri. Hópurinn var stofnaður haustið 2012 og hefur komið víða fram.
Kvennakórarnir Aurora, Cantabile og Vox feminae flytja svo síðara verkið, Gloriu, ásamt ReykjavíkBarokk. Verkið er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór. Tíu kórfélagar munu syngja einsöng með kórnum. Í kvennakórunum eru um 100 konur frá 18 ára aldri, svo það verður fjölmennur hópur sem flytur þetta einstaklega fallega verk Vivaldis.
Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju hefjast kl. 20:30. Miðaverð er 3.000 krónur og miðasala er hjá kórfélögum og í síma 511 3737 / 893 8060.
Aðrir flytjendur eru Lilja Eggertsdóttir, stjórnandi og píanóleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðluleikari og Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari.
Aðgangseyrir: 2000 kr. við innganginn og í forsölu.
Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum (heklurnar@gmail.com).
Frítt fyrir börn yngri en 16 ára.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum. Sjáumst í syngjandi sveiflu!
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs