Kvennakór Kópavogs mun afhenda Líknardeild LSH í Kópavogi og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs rúmar tvær milljónir í styrki til eflingar starfsemi þeirra í sérstakri athöfn sem fram fer í Gerðarsafni næstkomandi miðvikudag, 10. desember, klukkan 16:00.
Styrkirnir eru ágóði af árlegum styrktartónleikunum kórsins, Hönd í Hönd, sem haldnir voru í Austurbæ þann 9. nóvember síðastliðinn. Á tónleikunum kom fram einvalalið tónlistarmanna og sérstakir gestir voru þau Páll Óskar Hjálmtýssson, Alma Rut Kristjánsdóttir og Drengjakór Íslenska Lýðveldisins. Ágóðinn af tónleikunum varð 2.227.927 kr. og var ákveðið að skipta honum jafnt á milli Líknardeildar LSH í Kópavogi og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.
Kvennakór Kópavogs þakkar flytjendum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að þessum tónleikadegi, kærlega fyrir!