Kvennakór Reykjavíkur býður gesti hjartanlega velkomna á aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 7. desember kl. 17:00 og 20:00.
Það er von okkar að gestir njóti þess að hlusta á kórinn syngja fallegan jólalsöngvaseið við kertaljós á öðrum sunnudegi í aðventu. Lagavalið er fjölbreytt og alþjóðlegt eins og oft áður.
Sungið er um spennuna sem fylgir aðventunni, jólaljósin, hjátrúna, veðrið og hina helgu nótt. Jólakötturinn eftir Jóhannes úr Kötlum vð lag Ingibjargar Þorbergs, í útsetningu Vilbergs Viggósonar er í sérstöku uppáhaldi. Einnig hið ungverska Englar og hirðar eftir Z. Kodály í íslenskri þýðingu Rúnars Einarssonar.
Sérstakir gestir Kvennakórs Reykjavíkur á fyrri tónleikum dagsins eru Senjórítur, kór eldri kvenna sem svo sannarlega slá í gegn hvar sem þær koma fram. Senjórítur telja yfir 80 konur og flytja þær sín jólalög en kórarnir syngja einnig saman nokkur lög. Stjórnandi beggja kóra er Ágota Joó og undirleik annast Vilberg Viggósson.
Í kjölfar hvorra tónleika um sig, býður Kvennakór Reykjavíkur gestum að staldra við og þiggja léttar og jólalegar veitingar og njóta samverunnar við léttan samsöng og spjall.
Miðaverð:
2500 kr. í forsölu.
3000 kr. við innganginn.
Miðar fást hjá kórkonum, í síma 896 6468, eða með því að senda póst á
postur@kvennakorinn.is.