Kvennakór Garðabæjar tekur þátt í tónleikum til styrktar Einhverfusamtökunum í Langholtskirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fagra veröld og þar koma fram margir frábærir kórar og einsöngvarar.
Einhverfusamtökin og Kammerkór Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, eiga frumkvæðið að þessum tónleikum. Sigurður Bragason fagnar einnig 40 ára starfsafmæli um þessar mundir og verður tónlist eftir hann flutt á tónleikunum. Meðal annars verður frumflutt verk Sigurðar, "Alfaðir, snertu við heims hjarta", auk þess sem mörg af sönglögum hans verða flutt.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til Einhverfusamtakanna. Miðasala er á skrifstofu Einhverfusamtakanna Háaleitisbraut 13, opið miðvikudaga 9-15 og föstudaga 9-13, sími 562 1590.