Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, óskar félögum í aðildarkórum sambandsins gleðilegra jóla, blessunar og friðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið verða gott til handa kvennakórum landsins og starf þeirra vaxa og dafna með hækkandi sól.
Hluti aðgangseyris rennur til styrktar nýjum línuhraðli Landspítalans því enn vantar nokkuð upp á að greitt verði að fullu fyrir þetta dýrmæta tæki.
Miðar eru seldir hjá kórkonum í forsölu á kr. 2.500 en kosta 3.000 við innganginn og á midi.is.
Kaffiveitingar í boði eftir tónleika.
Kórar Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, Vox feminae og Cantabile halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember næstkomandi kl. 20:30. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Fylking sú hin fríða“ og þar koma fram yfir 200 söngkonur, allt frá 4 ára og uppúr. Þarna ríkir ávallt einstök jólastemming og þetta er frábært tækifæri til að líta upp úr önnum aðventunnar og njóta fallegra jólalaga sem allir þekkja og elska.
Einsöngvarar eru þau Hanna Björk Guðjónsdóttir og Maríus Sverrisson. Hljóðfæraleikarar eru Antonia Hevesi á orgel, Arngunnur Árnadóttir á klarinett ásamt strengjasveit; Helga Steinunn Torfadóttir fiðla, Hlín Erlendsdóttir fiðla, Jónína A. Hilmarsdóttir víóla og Örnólfur Valdimarsson selló.
Stjórnandi er að sjálfsögðu Margrét J. Pálmadóttir en hún fagnar þessa dagana 20 ára afmæli sem stjórnandi kvennakóra.
Miðasala er í síma 511 3737 og 893 8060, og við innganginn.
Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika í Nýheimum miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20:00. Kórinn mun syngja bæði jólalög og ýmis hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni. Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði kvennakórskvenna.
Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson og annast hann jafnframt undirleik ásamt þeim Braga Karlssyni, Júlíusi Sigfússyni og Hafdísi Láru Sigurðardóttur.
Miðaverð er kr. 2000,- (tertuhlaðborð innifalið - ekki tekin kort), en 12 ára og yngri fá frítt í fylgd með fullorðnum.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs