Vortónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands verða í Hátíðarsal Háskólans sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl, kl. 16.00.
Kórinn skipa um 30 nemendur háskólans. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir.
Fyrri hluti tónleikanna er fjölbreytt úrval íslenskra vor- og sumarlaga og seinni hlutinn forvitnileg og glæsileg kórlög frá 10 þjóðlöndum; m.a, Venezuela, Brasilía, Japan, Spánn, Þýskaland, Ungverjaland og Norðurlöndin. Flest lögin eru sungin á frummálinu.
Þessi glæsilegi hópur bæði syngur, leikur á hljóðfæri, kynnir lögin og býður upp á kaffi og heimabakað meðlæti í hléi!
Einsöngur: Anna Sólveig Árnadóttir, Auður Örlygsdóttir og Bryndís Erlingsdóttir
Fiðlur: Auður Ýr Sigurðardóttir og Elín Rún Birgisdóttir
Klarinett: Elísa G. Brynjólfsdóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir
Trompet: Ingibjörg Rúnarsdóttir
Píanó: Marie Huby
Aðgangseyrir: 2000 kr./1500 kr. fyrir námsmenn.
Miðasala við innganginn og hjá kórfélögum.