Boðað er til vinnuhelgar með Kristjönu Stefánsdóttur, djass söngkonu, þar sem öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt.
Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 3.-4. mars 2012. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur.
Markmiðið er að:
- Efla söng og þjálfun meðal kvenna á Vesturlandi. Dýpka og breikka sviðið með því að einbeita sér að ákveðnum þætti tónlistar; djassinum og kalla til aðstoðar eina færustu djass söngkonu landsins, Kristjönu Stefánsdóttur.
- Að hvetja ungar konur til að ganga til liðs við kóra á Vesturlandi til að tryggja endurnýjun með því að bjóða þeim upp á söngdagskrá sem ætti að höfða til þeirra.
- Að kalla til samstarfs konur víðsvegar að úr landshlutanum.
- Að gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á að æfa og syngja með kvennakór.
- Að sýna afrakstur starfsins með tónleikahaldi
- Að kynna hið öfluga kórastarf sem fram fer á Vesturlandi
Dagskrá:
Laugardagur 3. mars:
Mæting kl. 9-10
Kl.10 Söngæfingar
Kl. 12-13 Hádegishlé
Kl. 13-17 Söngæfing
Kl. 19 Hátíðarkvöldverður, valfrjálst, greiðist sér
Sunnudagur 4. mars:
Kl.10-12 Söngæfingar
Kl. 12-13 Hádegishlé
Kl. 13-15 Söngæfingar
Kl. 17 Tónleikar í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Síðan er ætlunin að halda 3 til 4 tónleika; á Akranesi, í Reykjavík, á Snæfellsnesi og mögulega aðra í Borgarfirði. Þátttaka í tónleikunum er valfrjáls en auðvitað verður þetta bara gaman og við vonum að allar söngkonur taki þátt þegar þær geta.
"Syngjandi konur á Vesturlandi" verður frábær samstarfsvettvangur fyrir konur á Vesturlandi sem elska að syngja. Hópurinn með Kristjönu í fararbroddi mun læra og leika, halda nokkra tónleika með það að markmiði að efla tónlistarlíf, fjölbreytileika og samstöðu syngjandi kvenna á Vesturlandi. Öllum syngjandi konum er velkomið að taka þátt í verkefninu.
Undirbúningur, skipulag og stjórn verkefnisins er í höndum Freyjukórs. Fjármögnun er í gegnum þátttökugjöld og styrki. Menningarráð Vesturlands styrkir verkefnið.
Kostnaður:
Þátttökugjald: 10.000 kr. (Þátttakendur fá nótur sendar til að æfa fyrirfram)
Hádegismatur og síðdegishressing í tvo daga 2.000 kr
Hátíðarkvöldverður (valfrjálst) 4.000 kr
Þær konur sem vilja gista á staðnum (Borgarnesi og nágrenni) hafa sjálfar samband við gististaði og panta gistingu. Þá staði sem benda má á eru Hótel Borgarnes, Farfuglaheimilið í Borgarnesi, Hótel Hamar, Borgarnes B&B, Bjarg, Hvíti Bærinn. Fleiri staði má finna í nágrenninu.
Skráning:
Skráning fer fram í gegnum vefslóðina www.vefurinn.is/freyjur fyrir 13. febrúar 2012. Hver og ein kona þarf að skrá sig; ekki hægt að skrá margar í einu. Fylla þarf út allar upplýsingar: Nafn, kennitala, nafn á kór (ef það á við), þátttaka í hátíðarkvöldverði og þátttaka í hádegisverðum og kaffi.
Þátttakendur skrá sig með bindandi staðfestingargjaldi 4000 kr. sem er óafturkræft á reikninginn 0354-26-2738 kt. 690497-2049