Eftirfarandi bréf barst frá Jórukórnum að loknu landsmótinu sem þær héldu með miklum glæsibrag á Selfossi 29. apríl - 1. maí:
Kæru landsmótsgestir.
Jórukórinn þakkar ykkur öllum kærlega fyrir síðast og einnig þökkum við allar þær hlýju kveðjur sem við höfum fengið sendar eftir mótið, þær ylja svo sannarlega. Við erum alsælar með hvernig til tókst og einnig stoltar af mótinu í heild sinni. Það var ógleymanleg upplifun fyrir okkur Jórur að sjá margra mánaða vinnu skila sér í þessu landsmóti. Minningin um þessa helgi mun ávallt fylgja okkur.
Það eru í vinnslu hljóðupptökur af tónleikunum og einnig mynddiskur með ýmsu efni frá mótinu. Þessir diskar verða sendir út um leið og þeir eru tilbúnir.
Við þökkum ykkur öllum fyrir að hafa deilt þessum vordögum með okkur hér á Selfossi.
Við förum nú syngjandi sælar út í sumarið og sólina.
Nú er bara að stefna á Akureyri vorið 2014 - Jórukórinn er allavega búinn að bóka á Hótel KEA ;-)
Kærar kveðjur frá Jórukórnum Selfossi.