Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína á mæðradag, 13. maí 2018 í Akureyrarkirkju kl 14:00.
Tónlistin er einstaklega ljúf og notaleg, með áherslu á sjöunda áratug síðustu aldar.
Kórinn býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.
Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.
Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttirleikur á píanó og Ave Sillaots leikur á harmonikku.
Kvennakór Reykjavíkur á 25 ára afmæli í ár og mun fagna afmælinu með tvennum stórglæsilegum afmælistónleikum þann 5.maí nk og verða þeir fyrri kl 14 og þeir síðari kl 17.
Kórinn mun hrista rykið af lögum sem hafa fylgt honum í gegnum tíðina og einnig flytja lög sem hafa verið útsett fyrir kórinn í tilefni afmælisins. Sum lögin krefjast bæði þjálfunar hugar og handa og jafnvel fóta og öll eru þau vel valin og umfram allt skemmtileg. Í andyri Seljakirkju verður á sama tíma sýning á auglýsingaplakötum kórsins í gegnum tíðina en þau eru hönnuð af einstakri snilld af Andreu Haraldsson hönnuði og heiðursfélaga kórsins.
Það er sjaldan lognmolla þegar u.þ.b. 50 söngelskar konur koma saman, eins og gefur að skilja. Konurnar í Kvennakór Kópavogs, eða KveKó eins og hann er gjarnan kallaður, leggja mikinn metnað í allt sem þær taka sér fyrir hendur, hvort sem það er söngdagskráin eða búningar fyrir árlega æfingahelgi og árshátíð sem ætíð eru haldnar samtímis með ákveðnu þema. Í ár var það Hollywood þema og er skemmst frá því að segja að sjálfur Óskarinn mætti á svæðið ásamt konum í pallíettukjólum, svanakjólum, persónum úr kvikmyndum, já og sjálfum forseta Bandaríkjanna, svo fátt eitt sé nefnt.
Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar verða haldnir sunnudaginn 29. apríl kl. 20 í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Tónleikarnir marka upphaf söngferðalags sem hefst á Íslandi og lýkur í Kanada. 1. maí leggur Kvennakór Garðabæjar land undir fót og heldur til Vancouver á kórahátíðina Tapestry International. Á hátíðinni mun kórinn, líkt og á tónleikunum, flytja íslensk tónverk ásamt vel völdum verkum frá hinum Norðurlöndunum. Erlendu tónverkin tengjast ekki öll nágrannaþjóðum okkar heldur bjóðum við jafnframt upp á efnisskrá með tónlist frá Kanada, Bandaríkjunum og fjarlægari þjóðum svo sem Afríku og Haiti.
Frumflutt verður tónverkið Eldar eftir Báru Grímsdóttur, tónskáld. Það er Kvennakór Garðabæjar mikill heiður að flytja þetta stórbrotna kvennakóraverk. Í verkinu túlkar Bára í tónum, texta og hrynjanda, Skaftáreldana er mörkuðu upphaf móðuharðindanna. Kvennakór Garðabæjar þakkar Báru fyrir samstarfið og einstakt framlag hennar til tónlistarlífs í landinu.
Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir.
Miðaverð í forsölu er 2.500 kr. og við innganginn 3.000 kr.
Hægt er að fylgjast með ferðum Kvennakórs Garðabæjar á fésbókarsíðu kórsins: https://www.facebook.com/kvennakorgb/
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs