Kvennakór Garðabæjar býður til Góugleði fimmtudaginn 3. mars kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Þetta er í annað sinn sem kórinn efnir til slíkrar gleði.
Auk kvennakórsins kemur listamaður Garðabæjar, Agnar Már Magnússon fram og hann spilar einnig undir hjá kórnum. Þórunn Þórsdóttir, nemandi úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur á þverflautu og Ingrid Kuhlman flytur hugvekju um jákvætt lífsviðhorf.
Kynnir verður Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona.
Stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar er Ingibjörg Guðjónsdóttir og undirleikari Sólveig Anna Jónsdóttir.
Miðasala er við innganginn. Miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir lífeyrisþega.
Kvennakór Akureyrar heldur tónleika í Hömrum, Hofi, laugardaginn 5. mars 2011 kl. 16:00.
Kórinn mun eingöngu flytja íslenska tónlist eftir ýmsa höfunda, svo sem Megas, Inga T. Lárusson, Atla Heimi Sveinsson og marga fleiri.
Einsöngvari með kórnum er Eyrún Unnarsdóttir mezzosópran og hún mun meðal annars syngja með kórnum Rósina eftir Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum að ógleymdri perlu Megasar, Spáðu í mig.
Þetta verður því sannkölluð íslensk söngveisla!
Stjórnandi og undirleikari er Daníel Þorsteinsson.
Miðaverð er 2.000 krónur en hægt er að nálgast miða í Hofi eða á vefsetrinu Hof menningarhús. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Góða skemmtun!!
Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði rúmlega 10 milljónum króna til menningarmála kvenna þann 14. janúar. Hæsta styrkinn í ár hlaut Kvennakórinn Vox Feminae, eina milljón króna. Kórinn hlýtur styrkinn til að fela Báru Grímsdóttur tónskáldi að semja hátíðarmessu fyrir kvennakór og til að flytja messuna, hljóðrita hana og gefa út á geisladisk. Jórukórinn hlaut einnig myndarlegan styrk, hálfa milljón króna, vegna Landsmóts íslenskra kvennakóra 2011 sem kórinn heldur á Selfossi dagana 29. apríl - 1. maí nk.
Í tilkynningu frá Hlaðvarpanum kemur fram að í þessari úthlutun hafi verið veittir 19 styrkir en alls hafi borist yfir sjötíu umsóknir. Við úthlutun hafi þess verið gætt að styrkirnir nýttust sem flestum konum og haft hafi verið í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings. Gígjan fagnar því að þessi verkefni hafi hlotið svo myndarlega styrki og óskar Vox Feminae og Jórukórnum innilega til hamingju með þessa styrki.
Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar Vox Feminae og Jórukórsins við afhendingu styrkjanna.
Gleðilegt ár Gígjukonur.
Við í Jórukórnum á Selfossi sendum öllum kvennakórskonum í Gígjunni bestu óskir um heillaríkt ár og þökkum kærlega fyrir góð samskipti á liðnu ári.
Nú fer að styttast í Landsmótið okkar í vor og verður að segjast að við erum að verða virkilega spenntar. Það lítur vel út með þátttöku af öllu landinu og finnst okkur það mjög skemmtilegt.
Við viljum minna á að miðað er við að skráningu á mótið og greiðslu staðfestingagjalds sé lokið 15. janúar nk. Staðfestingagjaldið er 5.000 kr. á konu og óskum við eftir að greitt sé fyrir hvern kór í einni greiðslu. Reikningsnúmerið er 1169-26-1631, kennitalan 631097-3249 og netfangið er kolbrunka(hja)gmail.com. Mikilvægt er að fá skráninguna á réttum tíma svo við getum haldið áfram með skipulagningu mótsins og farið að gefa út hvert mótsgjaldið verður.
Meðfylgjandi er endanleg útgáfa af vinnuhópunum og gott væri að þeir kórar sem eiga eftir að senda upplýsingar um í hvaða vinnuhópi þeir vilja vera, geri það sem fyrst.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs