Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra óskar félögum í aðildarkórum sambandsins gleðilegra jóla, blessunar og friðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið verða gott til handa kvennakórum landsins og starf þeirra vaxa og dafna með hækkandi sól.
Salka kvennakór verður með þrenna tónleika fram að áramótum.
Salka kvennakór heldur sína árlegu jólatónleika þann 28. nóvember í Dalvíkurkirkju kl. 15. Kórinn býður gestum sínum að þiggja aðventukaffi í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Einnig mun kórinn halda jólatónleika þann 2. desember í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30. Miðasala við innganginn. Miðaverð er 2000 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum.
Salka kvennakór og Karlakór Dalvíkur halda síðan sameiginlega jólatónleika þann 29. desember í Dalvíkurkirkju kl. 20.30. Kórinn flytur eingöngu jólalög á íslensku, undir stjórn Margot Kiis.
Kvennakór Garðabæjar hefur gefið út nýjan geisladisk og ber hann nafnið Jólasöngur.
Hátíðleiki og sönggleði einkenna þennan fyrsta geisladisk kórsins en diskurinn inniheldur sextán falleg jólalög, íslensk og erlend. Meðal sígildra jólalaga eru m.a. Hin fyrstu jól, Nóttin var sú ágæt ein, Vögguvísa á jólum og Yfir fannhvíta jörð. Með kórnum spilar einvala lið hljóðfæraleikara, þau Elísabet Waage, hörpuleikari, Peter Tompkins, óbóleikari, Kári Þormar, organleikari og píanóleikari kórsins
Sólveig Anna Jónsdóttir en stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona. Kvennakór Garðabæjar var stofnaður haustið 2000 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mundir.
Geisladiskurinn er til sölu í Efnalaug Garðabæjar, Garðatorgi, á kvennakor@kvennakor.is og hjá kórkonum. Með ósk um góða aðventu og gleðilega hátíð.
Freyjukórinn syngur með Karlakór Kjalnesinga í Langholtskirkju miðvikudaginn 8. desember. Tónleikarnir byrja kl. 20:30 og er miðaverð 2.500. Hægt er að panta miða með því að senda póst á netfangið (margret@vesturland.is)
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs