Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur.
Sungið til dýrðar heilagri guðsmóður,
Jesúbarninu og almættinu.
Kvennakór Reykjavíkur býður alla velkomna á aðventutónleika kórsins sem haldnir verða í Neskirkju, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20 og laugardaginn 27. nóvember kl. 17.
Að vanda býður kórinn til fjölbreyttrar tónlistarveislu. Á dagskránni eru hátíðleg verk sem tileinkuð eru heilagri guðsmóður, svo sem Ave María eftir Liszt og Salve Regina eftir Kocsár. Í Gloríu eftir Orbán er sungið almættinu til dýrðar og sungið er um Jesúbarn blítt í undurblíðu ljóði eftir Margréti Jónsdóttur við lag eftir Bach.
Einnig er slegið á léttari strengi í Cool Yule og Santa Baby, og í Various themes on Fa-la-la er jafnvel farið býsna frjálslega með nokkur frægustu tónverk sögunnar.
Ekki er allt upptalið hér að ofan en allir munu finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt hátíðleikann sem fjörleg og skemmtileg jólalög.
Stjórnandi kórsins er Ágota Joó, en hún er nú að ljúka fyrsta starfsári sínu með kórnum.
Píanóleikari á tónleikunum er Vilberg Viggósson, Nína Hjördís Þorkelsdóttir leikur á flautu og Jón Björgvinsson á margskonar slagverk.
Miðaverð er kr. 2.500 í forsölu en kr. 3.000 við innganginn, eldri borgarar og börn 6-18 ára, kr 1.500.
Hægt að fá keypta miða hjá kórfélögum eða panta á netfanginu kvkor@mmedia.is eða í síma 896-6468 (eftir kl. 16).