Heiðursviðurkenning 2010
Hrönn Hjaltadóttir, Kvennakór Reykjavíkur
Kvennakór Reykjavíkur vill tilnefna Hrönn Hjaltadóttur til heiðurstilnefningar Gígjunnar. Hrönn var einn af stofnfélögum Kvennakórs Reykjavíkur og hefur verið félagi síðan. Hrönn hefur gegnt ýmsum embættum innan kórsins. Hrönn hefur verið í nótnanefnd, tónleikanefnd og útgáfunefnd og lengst af séð um allt nótnasafn kórsins, sem er orðið býsna stórt eftir nærri 20 ár. Hún hefur í gegnum tíðina séð um allt prentað mál sem komið hefur frá kórnum, svo sem tónleikaskrár og skrár sem fylgja diskum. Alltaf er hægt að treysta því að þar sé allt unnið af stakri vandvirkni og heimildir séu réttar svo og allir textar. Hrönn hefur ekki getað sungið með kórnum í nokkur ár vegna sjúkdóms í raddböndum en hún er félagi í kórnum og gengur að öllum sínum skyldum innan hans. Án hennar væri kórinn fátækari, hún er akkerið okkar.
Mynd: Hrönn Hjaltadóttir með heiðursviðurkenninguna ásamt Aðalheiði Ósk Gunnarsdóttur, formanni Gígjunnar.