Heiðursviðurkenningar
Heiðursviðurkenningar Gígjunnar voru veittar konum úr aðildarkórum landssambandsins sem unnið hafa mikið og ómetanlegt starf fyrir kórinn sinn. Tilgangur viðurkenninganna var að vekja athygli á því hve mikið og óeigingjarnt starf margar konur hafa unnið fyrir kvennakóra landsins og eru þessar konur fulltrúar allra þessara kvenna.
Hér fyrir neðan má sjá umsagnir frá kórunum sem tilnefndu þessar konur ásamt myndum af þeim með viðurkenninguna, afsteypu af verkinu Hörpu eftir Ásmund Sveinsson. Það má segja að verkið sé táknrænt fyrir Gígjuna þar sem gígja er gamalt orð yfir hörpu en verkið sýnir konu að leika á hörpu.
2010 Hrönn Hjaltadóttir, Kvennakór Reykjavíkur
2011 Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Vox feminae
2012 Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, Kvennakór Suðurnesja
2013 Gróa María Þorvaldsdóttir, Kvennakór Kópavogs
2014 Sigríður Anna Ellerup, Vox feminae
2015 Guðrún Ósk Sæmundsdóttir, Kvennakór Kópavogs
Á landsmótinu sem haldið var á Selfossi árið 2011 fengu þrjár konur viðurkenningu Gígjunnar fyrir ómetanlegt starf fyrir sambandið og aðildarkóra þess. Þetta voru þær Heiða Gunnarsdóttir úr Vox feminae, Margrét Pálmadóttir kórstjóri og Margrét Bóasdóttir verndari Gígjunnar. Þær fengu afhenta afsteypu af verkinu Hörpu eftir Ásmund Sveinsson.
Hér eru umsagnir um þessar þrjár konur: