Stofnfundurinn
Eftirfarandi grein birtist í DV þriðjudaginn 8. apríl 2003
Á laugardaginn var stofnað Landssamband íslenskra kvennakóra - Gígjan - á Grand Hótel í Reykjavík. Stofnfélagar eru 17 kórar hvaðanæva af landinu með rétt tæplega 800 starfandi konum. Vitað er um rúmlega 20 kvennakóra á landinu en starfsemin er misjafnlega öflug - auk þess sem einn kór er svo nýr að aðstandendur fundarins vissu ekki af honum fyrr en um seinan. Þetta er kvennakórinn Embla sem hélt sína fyrstu tónleika sama daginn og sambandið var stofnað. "Það var falleg stofngjöf, þó að við vissum ekki af henni fyrr en eftir á," segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og kórstjóri.
- Voru kvennakórar ekki til fyrr?
Forsaga málsins er á þá leið að þegar Margrét Bóasdóttir fluttist norður í Þingeyjarsýslu 1987 var hún beðin að taka að sér Kvennakórinn Lissý sem þá hafði starfað í tvö ár. Sá kór taldi brátt 60 konur og starfaði af miklum myndarbrag. Þær gáfu út disk, fóru í söngferðir til útlanda og héldu fjölda tónleika.
Hlutverk Landssambandsins nýja verður fyrst og fremst að standa við bakið á kórunum, bæði þegar landsmót eru haldin á þriggja ára fresti og við að veita upplýsingum milli þeirra á heimasíðu á slóðinni tonlist.net/kvennakorar.
- Af hverju slær kórsöngur svona í gegn hjá konum núna?
-SA