Tónverkasjóður Gígjunnar

Tónverk samin fyrir Gígjuna og aðildarkóra hennar:

2010 Elín Gunnlaugsdóttir - Stjarna yfir Betlehem
2009 Hildigunnur Rúnarsdóttir - Stökur
2008 Jón Ásgeirsson - Ég heyrði þau nálgast

Ég heyrði þau nálgast: Fréttablaðið 29. nóvember 2008
Ég heyrði þau nálgast: Morgunblaðið 1. desember 2008
Ég heyrði þau nálgast: Morgunblaðið 2. desember 2008

Heimili
Heimili og varnarþing Tónverkasjóðs Gígjunnar er lögheimili formanns Gígjunnar hverju sinni.

Stofnendur og fjármagn

Stofnendur sjóðsins eru aðildarkórar Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra, á stofnfundi hans í október 2008. Stofnfjárhæð er 420.000 kr. sem Gígjan fékk úthlutað úr sjóði SFH fyrir árin 2006 og 2007.

Sjóðurinn skal ávaxtaður á bankabók Gígjunnar.

Markmið og tilgangur

Markmið og tilgangur Tónverkasjóðs Gígjunnar er að styrkja tónsmíðar fyrir íslenska kvennakóra. Tónverkasjóður Gígjunnar getur að eigin frumkvæði fengið tónskáld til að semja verk fyrir kvennakóra og aukið þannig fjölbreytni og úrval tónlistar fyrir kvennakóra. Aðildarkórar Gígjunnar hafa heimild til að flytja þessi verk, að vild. Aðildarkórarnir geta sótt um styrk í Tónverkasjóð Gígjunnar til að taka þátt í kostnaði við tónverk sem þeir hafa frumkvæði að t.d. í tengslum við Landsmót kvennakóra eða önnur tilefni. Aðildarkórunum er heimilt að flytja tónverk sem styrkt hafa verið af Tónverkasjóði Gígjunnar eftir að kórinn sem lét semja verkið hefur frumflutt það.

Stjórn Tónverkasjóðs Gígjunnar ákvarðar upphæð styrks. Styrkur má aldrei vera hærri en sem nemur 33% af kostnaði við tónverkið.

Stjórn

Í stjórn Tónverkasjóðs Gígjunnar skulu sitja stjórnarkonur og varastjórnarkonur Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra, hverju sinni. Gjaldkeri stjórnar Gígjunnar ber ábyrgð á fjárvörslu sjóðsins í umboði stjórnar hans. Endurskoðendur reikninga Gígjunnar skulu jafnframt vera endurskoðendur Tónverkasjóðs Gígjunnar.

Breytingarr

Skipulagsskrá Tónverkasjóðs Gígjunnar er háð samþykki aðalfundar Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra, og skulu tillögur að breytingum á skipulagsskránni fylgja skriflegu aðalfundarboði mánuði fyrir aðalfund. Komi til þess að Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, verði lögð niður skal Tónverkasjóður Gígjunnar jafnframt lagður niður og því fé sem þar kann að finnast skipt jafnt milli aðildarkóra Gígjunnar.

Skipulagsskrá Tónverkasjóðs Gígjunnar var samþykkt á aðalfundi sambandsins 18. október 2008. Endurskoðuð skipulagsskrá Tónverkasjóðs Gígjunnar var samþykkt á aðalfundi sambandsins 1.október 2016