Tónverk samin fyrir Gígjuna og aðildarkóra hennar:
Ég heyrði þau nálgast: Fréttablaðið 29. nóvember 2008
Ég heyrði þau nálgast: Morgunblaðið 1. desember 2008
Ég heyrði þau nálgast: Morgunblaðið 2. desember 2008
Stofnendur og fjármagn
Sjóðurinn skal ávaxtaður á bankabók Gígjunnar.
Markmið og tilgangur
Markmið og tilgangur Tónverkasjóðs Gígjunnar er að styrkja tónsmíðar fyrir íslenska kvennakóra. Tónverkasjóður Gígjunnar getur að eigin frumkvæði fengið tónskáld til að semja verk fyrir kvennakóra og aukið þannig fjölbreytni og úrval tónlistar fyrir kvennakóra. Aðildarkórar Gígjunnar hafa heimild til að flytja þessi verk, að vild. Aðildarkórarnir geta sótt um styrk í Tónverkasjóð Gígjunnar til að taka þátt í kostnaði við tónverk sem þeir hafa frumkvæði að t.d. í tengslum við Landsmót kvennakóra eða önnur tilefni. Aðildarkórunum er heimilt að flytja tónverk sem styrkt hafa verið af Tónverkasjóði Gígjunnar eftir að kórinn sem lét semja verkið hefur frumflutt það.
Stjórn
Breytingarr
Skipulagsskrá Tónverkasjóðs Gígjunnar var samþykkt á aðalfundi sambandsins 18. október 2008. Endurskoðuð skipulagsskrá Tónverkasjóðs Gígjunnar var samþykkt á aðalfundi sambandsins 1.október 2016